Skip to main content
search
0

Sóttvarnarráðstafanir vegna Covid19

Fréttamynd - 1

Seinustu þrjár vikur hefur starfsemi félagsins hlýtt gildandi takmörkunum Almannavarna sem lesa má með því að ýta hér. Við gerum ráð fyrir að svipað fyrirkomulag verði áfram þar sem enn er töluverður fjöldi fólks að smitast af Covid samkvæmt fréttum. 

 

Með því að ýta hér má skoða gagnlega upplýsingasíðu sem Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur tekið saman vegna Covid.

 

Starfsstaðir félagsins hafa verið lokaðir fyrir óviðkomandi umferð. Sama fyrirkomulag verður áfram með takmörkunum á samgangi milli starfsstöðva og áherslu á sótthreinsun snertiflata. Öll erum við að gera okkar besta og á jákvæðum nótum þá hafa þessir fordæmalausu tímar einnig innihaldið tækfæri. Nú eru t.d. í  gangi fjölbreyttir virknihópar innan hvers svæðis/stofu.

 

Við þökkum aðstandendum fyrir gott samstarf um heimsóknir á heimili félagsins. Takmarkanir á gestafjölda gilda og heimsóknir eru skipulagðar í samráði við íbúa og starfsfólk heimila. 

 

Við ítrekum að fólk sem hefur verið erlendis er beðið um að heimsækja ekki íbúa á heimili fyrr en 14 dögum eftir komu til landsins. Þetta á einnig við um þá sem hafa fengið neikvæðar niðurstöðu úr fyrri og seinni skimun.

 

Fólk sem finnur fyrir flensu líkum einkennum og þeir sem hafa umgengist einstaklinga með smit eru beðnir um að heimsækja ekki íbúa.