Skip to main content
search
0

Smíkó í nýtt húsnæði á alþjóðadegi fatlaðra

Fréttamynd - IMG 3874

Í dag, 3. desember, á alþjóðadegi fatlaðra opnuðum við nýtt húsnæði fyrir Smíkó smíðaverkstæði með formlegum hætti. Með því leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar til að gera daginn hátíðlegan.

 

Enn einu sinni stendur félagið fyrir því að bæta aðstöðu fatlaðs fólks.  Við viljum að þjónustunotendur okkar búi við góðar aðstæður hvort sem er á eigin heimili eða í starfi. Opnun Smíkó í nýju rými er liður í þeirri viðleitni.

 

Mörgum fannst Ögurhvarfið stórt þegar við hófum uppbyggingu þar en þörfin fyrir aðstöðu sem hér er boðið upp á er margföld og er mun meiri eftirspurn en við getum mætt. 

 

Við opnunina hélt Þórður Höskuldsson formaður félagsins stutta ræðu,  Soffía Þorkelsdóttir spilaði jólalög á píanó og Garðar Garðarsson á gítar. Boðið var upp á piparkökur og mandarínur ásamt góðri jólastemningu.