Á svæði tvö í Ási vinnustofu er boðið upp á fjölbreytt skapandi starf en þar er til húsa kertagerð og smiðja.
Í smiðjunni er unnið í leir, mósaík, myndlist og ýmsu fleira en hér má sjá nokkrar myndir sem hafa verið teknar á síðustu dögum af því starfi sem þar fer fram.
Mikið að því sem er framleitt í smiðjunni er selt áfram í verslun félagsins í Ögurhvarfi 6 og við hvetjum alla til að kíkja við hjá okkur því með því að eiga viðskipti við Verslunina Ása tryggið þið að fatlað fólk hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu.
Vinna í Smiðjunni Ási vinnustofu
Smelltu á mynd til að sjá stærri útgáfu.