
Ás styrktarfélag er alltaf að leita að spennandi verkefnum fyrir starfsmenn sína. Í vetur hafa starfsmenn í vinnu og virkni verið að sauma peysur á tröllastelpuna Skjóðu.
Skjóða er dóttir Grýlu og býr í Hulduheimum í helli langt undir jöklum Íslands. Skjóða er brúða og búið er að skrifa bók um hana. Höfundur skjóðu er Gerður Pálmadóttir.