Skip to main content
search
0

Ás styrktarfélag

630269-0759

Ögurhvarfi 6, 203 Kópavogi

 

Almennt:

Viðskiptaskilmálar þessir gilda um viðskipti í vefverslun Áss styrktarfélags. Í greiðsluferli vefverslunar samþykkir kaupandi skilmála þessa. Skilmálar og aðrar upplýsingar í netverslun eru einungis veittar á íslensku. Upplýsingar á vefnum eru birtar með fyrirvara um villur, þar með talið birgðastöðu, verð og þess háttar.

Ás styrktarfélag áskilur sér rétt til að hætta við pantanir ef ekki er hægt að verða við þeim vegna mistaka við skráningu í vefverslun, ef pöntuð vara reynist uppseld, ef talið er að villa sé í pöntun o.þ.h.

Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega áður en gengið er frá pöntun í vefverslun. Þar koma fram upplýsingar um seljanda, hvernig hægt er að hafa samband og vegna kvartana, hvernig viðskiptin ganga fyrir sig, um afhendingu vara, breytingu á pöntun og önnur atriði. Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur hjá Ási styrktarfélagi í gegnum netfangið vefverslun@styrktarfelag.is eða síma 414-0500.

Upplýsingar um vörur:

Verð á vörum eru gefnar upp í íslenskum krónum. Verð á vörum í vefverslun getur breyst án fyrirvara. Heildarkostnaður kaupanda er tekin fram áður en kaup eru staðfest þ.e.a.s. vöruverð, virðisaukaskattur og sendingarkostnaður. Ás styrktafélag gerir sitt besta til að birta réttar upplýsingar um eiginleika og útlit vara. Vörur sem seldar eru í vefverslun eru handverk og einstakar þannig að það getur verið breytileiki í eiginleikum og útliti.

Afhending og sendingakostnaður vöru:

Kaupandi getur valið hvort vörur séu sóttar í verslun eða heimsendar af Íslandspósti. Sé varan ekki til á lager verður haft samband við kaupanda. Afgreiðslufrestur pantana eru 3-4 virkir dagar eftir að pöntun og greiðsla berst. Sendingarkostnaður er birtur við pöntun vöru og fer eftir afhendingarmáta sem viðskiptavinur velur. Velji kaupandi að sækja vörur í verslun fær hann tölvupóst þegar varan er tilbúin til afhendingar. Heimsendar vörur teljast afhentar kaupanda þegar þær hafa verið afhentar Íslandspósti. Viðskiptaskilmálar um afhendingu vöru frá Íslandspósti gilda eftir að þeir hafa tekið við vörunni. Ef sending glatast eða skemmist skal viðtakandi pöntunar hafa samband við Íslandspóst og krefjast endurgreiðslu eða fá bætur fyrir það tjón er orðið hefur eða endurgreiðslu. Skilmálar Póstsins eru aðgengilegir á vefsíðunni https://posturinn.is/posturinn/upplysingar/vidskiptaskilmalar

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur:

Kaupandi hefur 30 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Niðurtalning hefst þegar varan er afhent kaupanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin.

Trúnaður og notkun á persónuupplýsingum: Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Stefnu Áss styrktarfélags um vinnslu persónuupplýsinga má lesa hér;  http://www.styrktarfelag.is/felagid/skipulag/stefnur/personuverndarstefna/

Breytingar á skilmálum: Seljandi áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum þessum án fyrirvara. Við breytingar verður uppfærð útgáfa birt á vefsíðu vefverslunar. Gildir hún um öll viðskipti sem stofnað er til eftir birtingu þeirra.

Varnarþing: Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög, rísi ágreiningur vegna þeirra skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum. Seljandi leggur áherslu á að ef komi til ágreinings eða kaupandi telji sig eiga kröfu á hendur seljanda á grundvelli þessara skilmála sé leyst úr ágreiningsmálum á sem einfaldastan og hagkvæmastan hátt fyrir báða aðila.

Gildistími: Skilmálar þessir gilda frá september 2022.