
Í síðustu viku hélt Hlutverk og Öryrkjabandalag Íslands ráðstefnu til að vekja athygli á kröfu fatlaðs fólks á að fá tækifæri til vinnu á almennum vinnumarkaði.
Dagskrá ráðstefnunnar var fjöldbreytt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnuna auk fjölmargra sérfræðinga frá ólíkum hagsmunaðilum. Ráðstefnan var mjög vel sótt en þeir sem hafa áhuga á að hlusta á það sem fór fram geta gert það með því að horfa í gegnum þessa hlekki.
Hér er fyrri hluti ráðstefnunnar og
Hér er seinni hluti ráðstefnunnar
Ás styrktarfélag átti að sjálfsögðu fulltrúa á svæðinu. Halla og Erna Sif héldu saman erindi um inngildan vinnumarkað (e. inclusive labour market) sem fjallaði um störf á vinnumarkaði fyrir alla.
Annar starfsmaður Áss Styrktarfélags fékk sömuleiðis tækifæri til að tjá sig um málið í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins en með því að ýta hér má sjá viðtal við Atla Má þar sem hann vekur athygli á því að það þarf að auka þekkingu vinnumarkaðarins og gefa öllum einstaklingum tækifærum á störfum við hæfi.