
Í vor fór Halla, forstöðumaður í Ási vinnustofu á ráðstefnu til Hollands. Það var ráðstefna á vegum EUSE (e. European Union of Supported Employment) en samtökin halda uppá 25 ára afmælið sitt í ár.
Samhliða ráðstefnunni var dagskrá á vegum EEE (e. Equal Employment Europe) en þar situr Halla í stjórn fyrir hönd Hlutverks – samtaka um vinnu og verkþjálfun.
Efni ráðstefnunnar var áhugavert og alltaf gagnlegt að heyra hvað er verið að gera í öðrum löndum í atvinnumálum fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu.
Sérstaklega var fróðlegt að hlusta á fyrirlestra þar sem markvisst er unnið með að brúa bil á milli vinnustaða fyrir fólk með skerta starfsgetu yfir í vinnu á almennum vinnumarkaði.