Skip to main content
search
0

Ráðstefna hjá Evrópusamtökum Atvinnu með stuðningi (EUSE)

Fréttamynd - 2019 Euse Eee 003

Í vor fór Halla, forstöðumaður í Ási vinnustofu á ráðstefnu til Hollands. Það var ráðstefna á vegum EUSE (e. European Union of Supported Employment) en samtökin halda uppá 25 ára afmælið sitt í ár.

 

Samhliða ráðstefnunni var dagskrá á vegum EEE (e. Equal Employment Europe) en þar situr Halla í stjórn fyrir hönd Hlutverks – samtaka um vinnu og verkþjálfun. 

 

Efni ráðstefnunnar var áhugavert og alltaf gagnlegt að heyra hvað er verið að gera í öðrum löndum í atvinnumálum fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu. 

 

Sérstaklega var fróðlegt að hlusta á fyrirlestra þar sem markvisst er unnið með að brúa bil á milli vinnustaða fyrir fólk með skerta starfsgetu yfir í vinnu á almennum vinnumarkaði.