Skip to main content
search
0

Opnun Unnargrundar í Garðabæ

Fréttamynd - IMG 1115

Miðvikudaginn 25.september var haldin formleg opnun á íbúðakjarna að Unnargrund í Garðabæ. Í honum munu 6 einstaklingar búa í eigin íbúð. Að auki er starfsmannarými í húsinu. Húsið er hannað af Önnu Margréti Hauksdóttur, arkitekt hjá AVH.

 

Fyrsta skóflustunga var tekin 2. nóvember 2017 og hófust framkvæmdir í kjölfarið. Húsið var síðan tilbúið sumarið 2019. Ás styrktarfélag hafði umsjón með uppbyggingu kjarnans og mun sjá um rekstur hans og viðhald en Garðabær á húsnæðið.  Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar Almar Guðmundsson formaður fjölskylduráðs býður gesti velkomna og Gunnar Einarsson bæjarstjóri afhendir Þóru Þórarinsdóttur framkvæmdarstjóra lyklana, ásamt myndum af húsnæðinu. Sömuleiðis má sjá mynd af Þóru, Jónu Jóhönnu Sveinsdóttur forstöðumanni kjarnans, Bríeti Ingu Bjarnadóttur deildarstjóra og Þórði Höskuldssyni formanni stjórnar Áss.