Þann 10. október fór fram opnun á LITIRNIR – myndlistasýning þar sem 13 listamenn sýndu verk unnin á vatnslitanámskeiði í Ási vinnustofu. Þau heita Helga Matthildur Viðarsdóttir, Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, Iðunn Árnadóttir, Úlfar Bjarki Hjaltason, Magnús Björnsson, Jón RagnaR Hjálmarsson, Arna Ýr Jónsdóttir, Sunna Ósk Stefánsdóttir, Ingibjörg Lovísa Aðalbjörnsdóttir, Tinna Rós Konráðsdóttir, Helga Pálína Sigurðardóttir, Jón Grétar Höskuldsson og Vaka Steinarsdóttir.
Fjölmargir lögðu leið sína á opnunina sem var utan dagskrá viðburður og hluti af List án landamæra listahátíð 2019. Soffía Þorkelsdóttir spilaði á píanó og Tinna Rós Konráðsdóttir söng við gítarundirleik Garðars Garðarssonar.
Sýningin mun standa fram til 31. október.
Sama dag var LITIRNIR – opin vinnustofa. Þar fengu gestir tækifæri til að mála með sömu aðferðum og notaðar voru við gerð mynda á sýningunni.
Sjá má myndir frá opnunarhátíðinni og vinnustofunni hér fyrir neðan
Smelltu á mynd til að sjá stærri útgáfu.