Skip to main content
search
0

Nýir þjónustusamningar og fréttir frá Vinnu og virkni

Fréttamynd - Thumbnail IMG 4099

Í sumar voru gerðir nýir samningar við Kópavog, Mosfellsbæ og Reykjavík um þjónustu við 6 ungmenni. Þau voru að ljúka framhaldsskóla í vor og eru því að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaði. Félagið býður þessa nýliða velkomna til starfa.

 

Eins og heimsbyggðin öll höfum við staðið frammi fyrir ýmsum nýjum áskorunum undanfarið. Mikil áhersla er lögð á að fylgja opinberum sóttvarnaraðgerðum. Það hefur verið gert í Vinnu og virkni samhliða því að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Því miður hefur ekki verið hægt að bjóða upp á fjölbreytni í samsetningu hópa en allt kapp lagt á að hafa viðfangsefnin fjölbreytt innan hvers hóps. Má þar nefna jóga, bókmenntir, skapandi starf af ýmsum toga, gönguhópa og allskonar fræðslu sem finna má á netinu. Í september gátu starfsmenn okkar farið í vinnu hjá RKÍ og í Fossvogskirkjugarð, dans í Kramhúsið og Tón-leik í Tónstofu Valgerðar en þetta hefur allt legið niðri síðustu vikurnar.

 

Nú styttist í að val um Vinnu og virkni á nýju ári geti hafist og er undirbúningur þegar hafinn. Væntanlega verður opnað fyrir valið seinni hluta nóvember og munu starfsmenn fá upplýsingar um það þegar nær dregur.

 

Með fréttinni fylgja myndir frá vinnu og virkni í Stjörnugróf.