Skip to main content
search
0

Nám í Háskólanum í Reykjavík

Fréttamynd - OH Logo

Í haust er boðið upp á nám í Opna háskólanum fyrir stjórnendur í þriðja geiranum. Námið tekur sérstaklega tillit til þarfa þriðja geirans og sérstöðu hans í stjórnun og rekstri. Slík félög og stofnanir eru oft upprunnin frá grasrót samfélagsins til að mæta sérstökum þörfum þeirra er félögin vinna fyrir. Þau vinna að almannaheill og er námið m. a. skipulagt af aðilum úr stjórn Almannaheilla

 

Hér má smella til að lesa umfjöllun í Morgunblaðinu um þriðja geirann 

 

Námið er 35 klst. langt, hefst þann 8. október 2019 og lýkur í desember sama ár. Það er hugsað sem hagnýtt nám fyrir stjórnendur í þriðja geiranum. Kennarar námskeiðsins eru með mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði.

 

Frekari upplýsingar um námið má finna með því að ýta hér