17.02.2025
Í Stjörnugróf fer verkefnið Listavagninn reglulega um húsið þar sem stofurnar skiptast á að skipuleggja verkefnavinnu með listrænu ívafi sem öllum er velkomið að taka þátt.
Þangað kemur líka Hugi í gegnum sjálfboðaliðaverkefnið tónlistavinur sem er á vegum Rauða Krossins. Hann kemur til að spila á hljóðfæri, bjóða starfsfólki að prófa hljóðfæri og syngja fyrir eða með hópnum. Hann hefur verið að koma til okkar á 2 vikna fresti í klukkutíma í senn.
Hér má sjá myndir frá Stjörnugróf.