Stýrihópur félagsins um áfallaáætlun hefur tekið ákvörðun um að loka tímabundið starfsstöðvum félagsins í dagþjónustu og Vinnu og virkni frá og með mánudeginum 9. mars.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna COVID-19 veirunnar og er ákvörðun um lokun starfsstöðva tekin með hliðsjón af því .
Allir hlutaðeigandi verða látnir vita um leið og hægt verður að hefja starfsemi að nýju.
Auðlesinn texti:
Öllum starfs-stöðvum Áss verður lokað. Enginn mætir til vinnu.
Við látum vita þegar starfs-fólk má mæta til vinnu.