Lífræni dagurinn verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn laugardaginn 20. september 2025 í Norræna húsinu.
Þar verða bændur og framleiðendur á lífrænt vottuðum mat- og snyrtivörum með fjölbreytt úrval sem gestir geta kynnt sér.
Fulltrúar frá Bjarkarási taka þátt í viðburðinum og kynna starfsemina í gróðurhúsinu okkar í Stjörnugróf, eina lífrænt vottaða gróðurhúsið á höfuðborgarsvæðinu. Þar ræktum við ferskt, lífrænt vottað grænmeti og matjurtir með sjálfbærum aðferðum sem styðja við samfélagslega ábyrgð og atvinnuþátttöku fatlaðs fólks.
Gestir fá jafnframt tækifæri til að fræðast um starfsemina og ræktunarferlið hjá okkur, bragða á afurðum og kaupa nýupptekið grænmeti.
Við hlökkum til að sjá ykkur í Norræna húsinu og fagna saman Lífræna deginum 2025.