
Vinna og virkni býður upp á ótal tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa í fjölbreyttu umhverfi með skemmtilegu fólki. Vinnustaðir félagsins eru í Lækjarási, Bjarkarási og Ási vinnustofu.
Trausti er þroskaþjálfi sem starfar í Ási vinnustofu og leiðir innleiðingu Þjónandi leiðsagnar í starfsemi félagsins.
Við hvetjum alla til að horfa á myndbandið þar sem Trausti lýsir því af hverju hann hóf störf og ákvað að gerast þroskaþjálfi.