
Viljinn í verki er viðurkenning sem stjórn Áss styrktarfélags veitir fyrirtæki eða einstaklingi sem hefur skapað fötluðu fólki aukin tækifæri til þátttöku í samfélaginu.
Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir sögu verðlaunanna.
Árið 2023 var Inga Þór Hafsteinssyni veitt viðurkenningin fyrir að hafa í fjölda ára skipulagt og boðið starfsfólki Vinnu og virkni í Stjörnugróf til vorveiði í Elliðaánum í Reykjavík.