Skip to main content
search
0

Kynning á starfsemi Áss

Fréttamynd - IMG 3515

Reglulega fáum við til okkar hópa sem vilja fræðast um vinnustaði Áss styrktarfélags

 

Á þessu ári höfum við tekið á móti nemum af starfsnámsbrautum framhaldskólanna, þroskaþjálfabraut Háskóla Íslands, frá Greininga- og ráðgjafastöð ríkisins, Vinnumálastofnun, frá búsetukjörnum í Reykjavík, Iðjunni á Sauðárkróki, Öldunni í Borgarnesi og Hæfingarstöðinni í Reykjanesbæ svo eitthvað sé nefnt.

 

Við erum ánægð með áhugann og hvetjum áhugasama til að setja sig í samband við okkur. 

 

Með fréttinni fylgir mynd sem tekin var af hópi grunnskólabarna úr Vogaskóla sem komu á kynningu á starfsemi gróðurhússins og þeirri lífrænu ræktun sem fer þar fram.