
Framkvæmdastjóri Áss hefur setið í stjórn Almannaheilla fyrir hönd Landssamtakanna Þroskahjálpar um nokkurra ára skeið og tekið ábyrgð á kynningu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Almannaheilla, sem gerðu samning við forsætisráðuneytið um slíkar kynningar til að ná til félaga í þriðja geiranum.
Víðtæk kynning var haldin þann 13. febrúar sem var mjög vel sótt af hálfu félagasamtaka. Kynning var haldin þann 22. maí hjá Blindrafélaginu og má hlusta á hana með því að ýta hér. Góður rómur var gerður og góðar fyrirspurnir komu fram.