Boðað hefur verið til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október. Eru konur og kynsegin fólk hvatt til að leggja niður bæði launaða og ólaunaða vinnu. Samstöðufundir verða haldnir um allt land og í Reykjavík verður fundur á Arnarhóli kl. 14:00.
Ás styrktarfélag mun ekki loka starfsstöðvum sínum. Starfsemi félagsins er þess eðlis að það er ekki hægt án þess að stofna öryggi og heilsu fólks í hættu. Forstöðumönnum er falið að manna störfin þar sem því verður við komið með því að fá karlkyns starfsfólk til að taka að sér þjónustuna og verkefnin. Þátttaka í þessum degi mun ekki hafa áhrif á laun eða kjör þeirra sem geta tekið þátt.
Í Vinnu og virkni verður innra starfi hagað þannig að einungis grunnþjónusta á heimastöðvum verður veitt, annað starf fellur niður. Á það t.d. við um flesta virknihópa.