Um áramótin verða þáttaskil hjá íbúum að Kópavogsbraut 5a og félaginu þegar Kópavogsbær tekur við rekstri búsetunnar þar.
Félagið hefur frá 1. nóvember 2013 rekið heimilið. Frá upphafi þess reksturs hefur félagið barist fyrir því að byggt verði fyrir íbúa sambærilegt húsnæði og best þykir í dag.
Nú í nóvember 2019 náðist loks samkomulag milli ríkis og Kópavogsbæjar um að byggja sértækt húsnæði fyrir þá einstaklinga sem enn búa á Kópavogsbraut 5a. Við óskum þeim til hamingju með þetta skref og þökkum kærlega samfylgdina undanfarin sex ár.