Á nýju ári er svo mikill kraftur í starfseminni hjá okkur að við erum að klára kertalagerinn. Við hvetjum þá sem eiga kerti aflögu og vilja styðja okkur að koma með kertaafganga á svæði tvö eða á skrifstofuna.
Við afþökkum ilmkerti.
Á sama tíma gefst tækifæri til að kíkja í Verslunina Ásar og kaupa tuskur til að þrífa út rykið á nýju ári.
Verðið er gott og allir velkomnir.
Andlistklútar 20 stk – 1000 kr
Borðtuskur 6 stk – 200 kr
Bleiur 6 stk – 1.550 kr
Gluggaklúta – 6 stk – 900 kr
Diskaþurrku – 1 stk – 490 kr
Bómullarhandklæði – 160×100 cm -4100 kr
Hárhandklæði – 2500 kr og
Barnahandklæði 3500 kr
Verslunin er opin frá kl 09.00-15.30 alla virka daga. Með því að eiga viðskipti við verslunina Ása tryggið þið að fólk með fötlun hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu. Þar eru seldar vörur framleiddar í Ási vinnustofu, Bjarkarási, Lækjarási og Smíkó.
Auðlesinn texti:
Starfsmenn Áss hafa unnið mikið eftir áramót.
Svo mikið að öll kerti í kerta-gerðinni eru að verða búin.
Við biðjum þá sem vilja gefa okkur kerta-afganga að koma með þau á svæði 2.
Um leið er hægt að kaupa hluti í búðinni.
Ef fólk kaupir hluti í búðinni þá hjálpar það fólki með fötlun að fá fjöl-breytt verkefni í vinnunni.
Búðin er opin frá níu til hálf fjögur (09.00-15.30).
Smelltu á mynd til að sjá stærri útgáfu.