Stjórnendur félagsins hafa síðustu daga skipulagt breytingar á starfsemi Vinnu og virkni og breytingu á heimsóknarbanni á heimilum félagsins vegna tilslökunar á samkomubanni í byrjun maí mánaðar.
Starfsmenn í Vinnu og virkni hafa fengið tölvupóst og von er á símhringingu í vikunni frá yfirmönnum um hvernig vinnutíma er háttað eftir 04.maí.
Vinnustöðum eins og Ási vinnustofu, Bjarkarási, Lækjarási og Smíkó ber að virða áfram 20 manna hámarksfjölda í hverju rými. Að skipta starfsmönnum upp í sóttvarnarhópa, að virða 2 metra fjarlægð og fylgja grundvallarreglum varðandi handþvott og sóttvarnir.
Starfsemin verður takmörkuð við litla vinnuhópa, starfsmenn munu ekki mæta fulla vinnudaga en við gerum ráð fyrir að allir séu spenntir að hefja störf að nýju.
Enn um sinn verða takmarkanir á heimsóknum á heimili félagsins hvað varðar fjölda aðila í heimsókn, tíðni heimsókna, aðkomu inn á heimili og áfram er lögð áhersla á að 2 metra fjarlægð sé virt og fylgt sé grundvallarreglum varðandi handþvott og sóttvarnir.
Forstöðumenn munu senda aðstandendum upplýsingar varðandi fyrirkomulag heimsókna í vikunni.