Skip to main content
search
0

Hvað gerðist eftir 04.maí ?

Fréttamynd - 95469088 562633314438238 9084210591043682304 N

Fyrstu dagarnir í vinnu og virkni starfsstöðvum í Ási vinnustofu, Bjarkarás, Lækjarás og Smíkó hafa gengið vel.

 

Öllum starfsmannahópnum er skipt upp í smærri aðskilda sóttvarnarhópa og markvisst unnið með að 2ja metra fjarlægð og grundvallarreglur varðandi handþvott og hreinlæti séu virtar. 

 

Starfsmenn félagsins hafa tekið breyttum aðstæðum með æðruleysi og staðið sig mjög vel þrátt fyrir að vera jafnvel að vinna á nýjum stöðum, með skertan vinnutíma og í öðruvísi verkefnum heldur en venjulega. 

 

Þau eiga hrós skilið en bráðum kemur betri tíð með blóm í haga (bókstaflega).

 

Hér eru nokkrar myndir frá apríl og maí á vinnustöðvunum okkar.