Skip to main content
search
0

Helga Hjörleifs um vinnulífið í Covid

Fréttamynd - Helga Hjoerleifs

Margir þekkja til Helgu Hjörleifsdóttur starfsmanns á leikskóladeildinni Lyngás. Helga hefur unnið hjá félaginu í tæplega 42 ár en að auki gengt trúnaðarstörfum fyrir félagið og meðal annars setið í stjórn. 

 

Í tímariti Sameykis birtist viðtal við Helgu sem við fengum leyfi til að endurbirta. 

 

Stéttafélagið Sameyki leitaði til félagsmanna sinna í maí til að taka stöðuna á þeim starfsmönnum sem sinna velferðarþjónustu. Störf sem undir venjulegum kringumstæðum eru undir töluverðu álagi en á þessum sérstöku tímum sem við höfum nýlega upplifað sá almenningur enn betur hversu mikilvæg störfin eru. Helga var ein af þeim sem var rætt við og spurð hvernig starfið hennar breyttist í Covid og hvernig henni leið á þeim tíma.  

 

Helga fjallaði um breytingar á starfsumhverfinu, samstarf við foreldra um breytta þjónustu, jákvæðnina hjá samstarfsmönnunum og mikilvægi upplýsingaflæðis frá yfirmönnum. Hún talaði sömuleiðis um sjálfskipuðu einangrunina sem hún og fleiri starfsmenn Áss settu sig í. Lífið snérist að miklu leyti um að mæta í vinnu og hitta sem fæsta fyrir utan vinnuna.

 

Allt blaðið má lesa með því að ýta hér. 

 

Annars má ýta á myndirnar og fá þá upp textann til að lesa viðtalið við Helgu.

 

Vidtal Vid Helgu Hjoerleifs 1

Vidtal Vid Helgu Hjoerleifs 2