Í liðinni viku, skruppu starfsmenn og leiðbeinendur frá Lækjarási á Flóruna Bistro í Grasagarði Reykjavíkur. Þokan og hráslaginn sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og bauð upp á fullkomið tilefni til að staldra við, hlaða batteríin og njóta nærandi stemningar í gróðursælu umhverfi.
Heimsóknin reyndist kærkomin tilbreyting og skapaði góðar stundir utan dagsins hefðbundna ramma.
Lífrænt vottað gróðurhús í Bjarkarási
Í Stjörnugróf rekur Ás styrktarfélag þá einu lífrænt vottaða matjurtaræktun á höfuðborgarsvæðinu. Gróðurhúsið hefur haldið vottun frá Túni óslitið frá árinu 1996.
Undir traustri umsjón Sigríðar Svövu Rafnsdóttur eru þar ræktaðar agúrkur, tómatar, paprikur, og fjölbreyttar arómatískar kryddjurtir, allt ferskt, og lífrænt ræktað. Uppskeru má fá bæði í áskrift og í verslunum á borð við Brauðhúsið, Fjarðarkaup og Melabúð.
Við hvetjum matgæðinga, þá sérstaklega grænkera, til að kynna sér úrvalið og styðja þannig við sjálfbæra ræktun og samfélagslega ábyrga matvælaframleiðslu við vesturhlíðar Elliðárdals.