Skip to main content
search
0

Við hjá Ási styrktarfélagi höfum í gegnum tíðina tekið á móti erlendum gestum sem vilja fræðast um hvernig þjónustu við fatlað fólk er háttað á Íslandi. Í síðustu viku komu þær Agneta og Amanda í heimsókn. Þær hafa unnið saman í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk í Svíþjóð og óskuðu sérstaklega eftir að fá að heimsækja slík heimili. Útbúin var dagskrá og tveir starfsmenn skrifstofu fylgdi þeim í heimsóknir á sex heimili ásamt því að skoða vinnu og virkni í Ási vinnustofu og í Stjörnugróf. Þessi heimsókn færði báðum aðilum nýja reynslu og þekkingu ásamt samanburði á aðstæðum milli Íslands og Svíþjóðar. Við þökkum þeim sem tóku vel á móti okkur bæði innan félags og utan fyrir góðar móttökur og áhugaverð samtöl.

Eldri fréttir frá félaginu