Skip to main content
search
0

Heimsókn frá Patchwork Association for Immigrant Families of Persons with Disabilities

Síðustu viku september mánaðar fengum við heimsókn frá vinum okkar í Patchwork Association for Immigrant Families of Persons with Disabilities. Hjálparsamtök sem voru stofnuð í Póllandi af aðstandendum barna/ungmenna með fötlun og sérkennara sem koma öll  upprunalega frá Úkraínu.

Seinustu mánuði hefur mikill hluti starfseminnar snúist um aðstoð við flóttafólk með fötlun og fjölskyldur þeirra sem flúið hefur aðstæður í Úkraínu. Starfsemi hjálparsamtakanna snýst um margt en meðal annars aðstoð við að koma á iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, talþjálfun, sálfræðiaðstoð, pólsku- og enskunám og vinnuhópa fyrir foreldra og umsjónaraðila. Að auki aðstoða samtökin fjölskyldur við að komast inn í kerfið og sækja rétt sinn gagnvart pólska ríkinu og sækja lækna- og tannlæknaþjónustu, lyf, hjálpartæki og fleira.

Hér er stutt en áhugaverð frétt sem BBC birti um Patchwork fjölskyldusamtökin

Tilgangur þeirra með heimsókn til Íslands var að kynna sér hinar ýmsu hliðar þjónustu og fengu þau að heimasækja meðal annars nokkra af starfsstöðvum félagsins s.s. Lyngás, Gróðurhúsið, Ás vinnustofu og heimilin Auðarstræti, Lautarveg og Klukkuvelli. Sömuleiðis var búsetan í Stuðlaskarði og Holtavegi heimsótt og skólarnir Klettaskóli og Hliðarskóli. Að lokum var haldinn góður fundur með fulltrúum Þroskahjálpar, Tölvumiðstöðvar fatlaðra og Æfingastöðinni.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni

Eldri fréttir frá félaginu