
Starfsmenn í Stjörnugrófinni héldu heilsuviku í lok maí mánaðar. Þar var fjölbreytt dagskrá sem innihélt meðal annars reipitog, boltatengda leiki, náttúrugöngu, skeifukast og stígvélakast svo fátt eitt sé nefnt.
Hin árlega veiðiferð í Elliðaárnar í boði Stangaveiðifélags Reykjavíkur fór fram í seinustu viku. Ferðin lukkaðist vel í góða veðrinu þó að aflinn hafi ekki verið mikill og færum við Stangaveiðifélaginu bestu þakkir fyrir gott boð.
Smelltu á mynd til að sjá stærri útgáfu.