Miðvikudaginn 06.september verður markaður við Gróðurhúsið við Stjörnugróf 9, milli kl 13.00-15.30.
Til sölu verða lífrænt ræktað grænmeti og matjurtir. Með kaupum stuðlið þið að því að fatlað fólk hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu.
Boðið verður upp á kaffi og kleinur í Bjarkarás – allir velkomnir.
