
Oddfellow stúka númer 18, Ari fróði, I.O.O.F. gaf í lok árs 2020 tæki í Stjörnugróf sem munu nýtast starfsmönnum Bjarkaráss og Lækjaráss vel bæði í vinnu og virkni.
Gjöfin var veitt úr sjóði stúkunnar sem áður hefur gefið góðar gjafir meðal annars til Lyngáss.
Oddfellow stúkan færði félaginu 4 Ipada, 4 JBL hátalara, 2 Ipad standa og Brother Innov-is-400 saumavél.
Á myndinni má sjá Sindra og Helgu Bergmann fremst á myndinni taka á móti gjöfunum, fyrir aftan þau standa (frá hægri) Halla, Heba, Ingimar Ólafsson og Gottskálk Friðgeirsson frá Ara fróða.
Við færum vinum okkur í Ara fróða bestu þakkir fyrir.