Það er mikilvægt fyrir Ás styrktarfélag að þú gerist félagsmaður. Með því styður þú beint við aukin tækifæri og bætt lífsgæði fólks með fötlun.
Fjöldi félagsmanna skiptir raunverulegu máli — hann styrkir rödd félagsins og eykur vægi okkar í ákvarðanatöku innan þeirra heildarsamtaka sem Ás styrktarfélag á aðild að, þar á meðal ÖBÍ réttindasamtaka og Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Þín þátttaka gerir okkur kleift að hafa meiri áhrif, standa vörð um réttindi og skapa samfélag þar sem allir fá notið sín á eigin forsendum.
Nú greiða tveir aðilar, aðeins eitt félagsgjald — annar skráir sig og bætir einfaldlega við nafni og kennitölu í viðbótaraðild.
Félagið er opið öllum einstaklingum sem vilja leggja sitt af mörkum til að efla réttindi, velferð og samfélagslega þátttöku fatlaðs fólks. Með aðild að Ás styrktarfélagi ertu að styðja við starf sem byggir á jafnrétti, virðingu og raunverulegum tækifærum til þátttöku í samfélaginu.
Nýir félagar öðlast kosningarrétt einum mánuði eftir inngöngu og kjörgengi þegar þeir hafa verið félagar í eitt ár.
Við hvetjum þig eindregið til að ganga til liðs við Ás styrktarfélag og taka virkan þátt í að móta framtíð þar sem raddir fatlaðs fólks fá að heyrast.
____________________________________________________________________________________________________________________________________
Nafn
Kennitala
Heimilisfang
Sveitarfélag
Póstnúmer
Netfang
Tengsl við félagið:
AðstandandiStarfsmaðurAnnað
Ég hef lesið Persónuverndaryfirlýsingu Áss styrktarfélags.
Hér fyrir neðan má skrá aðila í viðbótaraðild