Skip to main content
search
0

Frumkvöðlar úr Fjölbrautaskóla Garðabæjar selja kertastjaka og styrkja Ás styrktarfélag

Fréttamynd - Bjarmi 2

Fimm nemendur Fjölbrautaskóla Garðabæjar sem eru á frumkvöðlanámskeiði hafa framleitt kertastjaka úr postulínsleir.

Hluti af kertastjökunum eru fylltir með vaxi af starfsmönnum Ás vinnustofu. Við það samstarf ákváðu nemendurnir að hluti ágóða af sölu kertastjakanna rynni til Áss styrktarfélags.

 

Þeir sem vilja styrkja verkefni geta hitt nemendurna sem kalla fyrirtækið sitt Bjarma í Smáralind föstudaginn 5.apríl milli kl. 11.00 og 18.00 eða verslað af þeim í gegnum samfélagsmiðla hér 

 

Bjarmi 3