
Þessa dagana er verið að senda starfsmönnum úthlutanir í vinnu- og virknihópa á seinni hluta ársins. Valið fór fram í maí og bárust um 160 umsóknir en 230 manns starfa í Vinnu og virkni.
Þessi tilboð eru viðbót við aðra dagskrá starfsmanna. Þeim er ætlað að auka fjölbreytni í verkefnum og er reynt að bjóða upp á eitthvað fyrir alla.
Í haust stefnir í að aftur verði hægt að blanda saman fólki af öllum starfsstöðvum. Það gefur vinnu- og virknihópunum enn meira gildi með tækifærum til að kynnast nýju fólki og endurnýja tengsl við gamla félaga.
Í haust verða í boði 20 virknihópar. Með því að ýta hér er hægt að kynna sér hvað gert verður í hverjum virknihóp.