
Með vorinu sjáum við fram á bjartari tíma.
Í gær kynnti heilbrigðisráðherra fyrstu skref í tilslökun á samkomubanni. Frá og með 4. maí mega 50 manns koma saman, þó með 2 metra fjarlægð. Við munum nota næstu daga í að skipuleggja dagþjónustuna í samræmi við þær takmarkanir og upplýsa aðstandendur og tengla um leið og það er frágengið.
Við viljum senda kveðjur á allt okkar fólk sem hefur sýnt mikla þolinmæði og skilning við þessar aðstæður.
Við hlökkum til að hitta alla aftur og vonumst til að starfsemin verði komin í samt lag sem fyrst