Skip to main content
search
0

Fréttir af öryggismálum hjá félaginu.

Fréttamynd - Stjoernugrof 1

Áfallaáætlun félagsins er nýlega endurskoðuð og uppfærð. Hún er leiðarvísir um forvarnir og viðbrögð við hvers kyns áföllum sem upp kunna að koma. Hún nær yfir víðara svið en sú fyrri sem miðaði sérstaklega að viðbrögðum við smitsjúkdómum.

 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins heldur áfram framkvæmd eldvarnareftirlits á starfsstöðvum félagsins. Leitast er við að bregðast fljótt og örugglega við þeim athugasemdum sem þeir gera svo eldvarnir féagsins megi vera sem bestar.

 

Félagið er að skoða að taka í notkun nýtt atvikaskráningakerfi sem auðveldar yfirsýn á slysum, tjónum og hættum í vinnuumhverfinu. Markmiðið er að fækka slysum og tjónum, auðvelda yfirsýn og stuðla að úrbótum til að draga úr líkum á slysum og tjónum. Kerfið mun auðvelda starfsmönnum að tilkynna verði þeir fyrir einelti eða áreitni. Eins mun verða aðgengilegt að benda á þörf fyrir úrbætur við eða á vinnustöðunum. Vonir eru bundnar við að kerfið verði tekið í notkun í haust.