22.08.2024
Félagið heldur uppi öflugu fræðslustarfi og á dagskrá í haust eru meðal annars mikil fræðsla um Þjónandi leiðsögn, bæði innleiðingar- og mentorfræðsla. Þá verða haldin upprifjunarnámskeið í skyndihjálp, forvarnarnámskeið, eldvarnarfræðsla og að sjálfsögðu nýliðanámskeið fyrir utan starfsdaga ofl.
Fræðsluáætlunina má kynna sér hér.
Með fréttinni eru myndir af starfsfólki í Ási vinnustofu og starfsnemum úr Project SEARCH náminu frá seinasta vori þegar Laufey Gissurardóttir hélt grunnnámskeið í skyndihjálp.