
Leiðbeinendur í Vinnu og virkni og starfsfólk heimila fá reglulega fræðslu samkvæmt fræðsluáætlun.
Eftir áramót hafa meðal annars verið haldin táknmálsnámskeið, fræðsla um eldvarnir og notkun slökkvitækja. Núna eru í gangi grunn- og framhaldsnámskeið í skyndihjálp.
Myndirnar sem fylgja fréttinni eru teknar á fræðslu um eldvarnir sem haldin var í Stjörnugróf.
Við erum sömuleiðis enn að vinna að innleiðingu á Þjónandi leiðsögn (e. Gentle Teaching). Það er gert í nýliðafræðslu og á sérstökum innleiðingarnámskeiðum. Í apríl verður haldin mentorafræðsla, sem felur í sér ítarlega þjálfun í fræðunum. Stefnt er að því að í hverjum búsetukjarna og vinnustað verði einn eða fleiri starfsmenn með slíka þjálfun. Þjónandi leiðsögn byggir á kærleiksríkri nálgun þar sem áhersla er lögð á að byggja upp samband við einstaklingana sem við erum að vinna með, styðja þá og hvetja.