Skip to main content
search
0

Frábærar móttökur við haustmarkaði

Við fengum frábærar móttökur við haustmarkaðinum og erum þakklát fyrir það.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af markaðinum í upphafi dags.

Eins og fram hefur komið fer fram lífræn ræktun í gróðurhúsinu. Starfsemin er tekin út af utanaðkomandi aðila þar sem farið er yfir hvort allt sem fer fram uppfylli ákvæði um lífræna ræktun. Í lífrænni framleiðslu fer saman umhverfisvernd og framleiðsla afurða í hæsta gæðaflokki með lýðheilsu og dýravelferð að leiðarljósi.

Laugardaginn 16.september verður lífræni dagurinn haldinn í annað sinn á Íslandi og við ætlum að taka þátt. Lífrænt Ísland og VOR (félag um lífræna ræktun og framleiðslu) standa fyrir lífræna deginum. Starfsfólk úr Gróðurhúsinu við Bjarkarás munu taka þátt í viðburðinum sem fer fram á Kaffi Flóru í Grasagarðinum milli kl. 13.00-17.00. Þar bjóðum við upp á smakk og hvetjum alla til að gera sér leið í Laugardalinn til að hitta okkur þar.

Eldri fréttir frá félaginu