Raðhúsin í Víðihlíð 5 – 11 eru fyrstu heimilin sem félagið byggði frá grunni. Framkvæmdir hófust 1983 og tveimur árum seinna opnuðu sambýlin í Víðhlíð 7 og 11 ásamt skammtímavistun í Víðhlíð 9. Árið 1986 opnaði sambýlið í Víðhlíð 5.
Um aldamótin var ráðist í endurbætur á öllum húsunum og einkarými íbúa stækkuð. Einnig var gerð stúdíóíbúð á lóðinni. Í dag búa þrír íbúar í hverju húsi og einn í íbúðinni.