Ás styrktarfélag rekur 10 heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ás styrktarfélag var á sínum tíma brautryðjandi í þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu og hefur í gegnum tíðina gert sitt til að byggja upp margvísleg búsetuform.
Búseta á heimilum hjá félaginu er annars vegar í íbúðarkjörnum (þar sem íbúi hefur sína eigin íbúð) og herbergjasambýlum (þar sem íbúar deila sameiginlegum rýmum s.s. stofu, eldhúsi og baðherbergi).
Hjá Ási styrktarfélagi er starfað eftir lögum um þjónustu við fatlað fólk og reglugerðum sem settar eru með þeim lögum. Starfið tekur mið af Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í þeim samningi ásamt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr 38/2018 er réttur fatlaðs fólks til sjálfræðis og sjálfstæðrar ákvarðanatöku viðurkenndur. Hugmyndafræði og áherslur Þjónandi leiðsagna (e. Gentle teaching) hafa verið innleiddar hjá Ási styrktarfélagi. Gerð er krafa um að allt starfsfólk félagsins vinni samkvæmt sömu hugmyndafræði sem leggur grunninn að gæðaþjónustu
Á skrifstofu félagsins starfar þverfaglegt teymi sem eru til ráðgjafar og stuðnings um hvað eina sem snýr að skipulagi og framkvæmd þjónustu í búsetu. Hægt er að ná sambandi við teymið í gegnum síma 414-0500 eða netfangið radgjof@styrktarfelag.is