Skip to main content
search
0

Ás styrktarfélag rekur 10 heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ás styrktarfélag var á sínum tíma brautryðjandi í þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu og hefur í gegnum tíðina gert sitt til að byggja upp margvísleg búsetuform.

Búseta á heimilum hjá félaginu er annars vegar í íbúðarkjörnum (þar sem íbúi hefur sína eigin íbúð) og herbergjasambýlum (þar sem íbúar deila sameiginlegum rýmum s.s. stofu, eldhúsi og baðherbergi).

Hjá Ási styrktarfélagi er starfað eftir lögum um þjónustu við fatlað fólk og reglugerðum sem settar eru með þeim lögum. Starfið tekur mið af Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en í þeim samningi ásamt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr 38/2018 er réttur fatlaðs fólks til sjálfræðis og sjálfstæðrar ákvarðanatöku viðurkenndur. Hugmyndafræði og áherslur Þjónandi leiðsagna (e. Gentle teaching) hafa verið innleiddar hjá Ási styrktarfélagi. Gerð er krafa um að allt starfsfólk félagsins vinni samkvæmt sömu hugmyndafræði sem leggur grunninn að gæðaþjónustu

Á skrifstofu félagsins starfar þverfaglegt teymi sem eru til ráðgjafar og stuðnings um hvað eina sem snýr að skipulagi og framkvæmd þjónustu í búsetu. Hægt er að ná sambandi við teymið í gegnum síma 414-0500 eða netfangið radgjof@styrktarfelag.is


Auðarstræti 15

105 Reykjavík

551-2552  

Forstöðumaður: Þóra Þórisdóttir, thorath@styrktarfelag.is

Deildarstjóri: Guðrún Benjamínsdóttir, runa@styrktarfelag.is 

Heimilið í Auðarstræti 15 opnaði í nóvember 1980. Fyrstu árin var það rekið sem sambýli en í dag er þar íbúðakjarni með 5 íbúðum.

Brekkuás 2

210 Garðabæ

414-0532

Forstöðumaður: Halldóra Jónasdóttir, halldorajonas@styrktarfelag.is

Deildarstjóri:  Guðbjörg Hall, gudbjorg@styrktarfelag.is

Í september 2022 var tekin fyrsta skóflustungan að Brekkuási 2, íbúar fluttu inn í nóvember 2023. Um er að ræða íbúðakjarna með sjö íbúðum fyrir fatlað fólk ásamt starfsmannarými og er heildarstærð húsnæðisins um 590 fm.

Háteigsvegur 6

105 Reykjavík

551-0014 

Forstöðumaður: Þóra Þórisdóttir, thorath@styrktarfelag.is

Deildarstjóri: Gunnlaug K. Ingvadóttir, gulla@styrktarfelag.is

Heimilið á Háteigsvegi 6  opnaði í september 1983. Fyrstu árin var þar sambýli en árið 2004 voru gerðar endurbætur á húsinu og því skipt upp í 6 íbúðir.

Kastalagerði 7

200 Kópavogi

568-0206

Forstöðumaður: Kristín Ýr Gunnarsdóttir, kristinyr@styrktarfelag.is 

Sambýlið í Kastalagerði 7 var opnað árið 2010. Félagið keypti húsið, sem áður gegndi hlutverki safnaðarheimilis Kópavogskirkju og margir þekktu undir nafninu Borgir. Í dag er þar heimili 5 manns.

Kirkjubraut 20

170 Seltjarnarnes

414-0523

Forstöðumaður: Linda Sjöfn Jónsdóttir Dupuis, linda@styrktarfelag.is

Deildarstjóri: Hulda Björg Guðmundsdóttir, hulda@styrktarfelag.is

Í desember 2021 var tekin fyrsta skóflustungan að Kirkjubraut 20, íbúar fluttu inn í apríl 2023. Um er að ræða íbúðakjarna með sex íbúðum fyrir fatlað fólk ásamt starfsmannarými og er heildarstærð húsnæðisins um 550 fm.

Klukkuvellir 23 – 27

220 Hafnarfjörður

551-3700

Forstöðumaður: Ásta Hrönn Ingvarsdóttir, asta@styrktarfelag.is

Deildarstjóri: Björn Ingi Árnason, bjorn@styrktarfelag.is

Í febrúar 2014 var tekin fyrsta skóflustungan að íbúðakjarna með 6 íbúðum á Klukkuvöllum 23 – 27 í Hafnarfirði. Heimilið opnaði í ágúst 2015 og fengu þá sex stoltir íbúar afhenda lykla að nýju heimili.

Langagerði 122

108 Reykjavík

551-4478

Forstöðumaður: Margrét Kristín Guðnadóttir, margret@styrktarfelag.is

Deildarstjóri: Hrefna Sigurðardóttir, hrefnalang@styrktarfelag.is

Reykjavíkurborg úthlutaði félaginu lóð fyrir íbúðakjarna í Langagerði 122 árið 2005.  Sex stoltir íbúar fengu afhenta lykla að nýju heimili í apríl 2008. Fimm íbúðir eru í húsinu.

Lautarvegur 18

103 Reykjavík

581-2584 / 695-1088

Forstöðumaður:Guðrún Edda Reynisdóttir, gudrunedda@styrktarfelag.is 

Deildarstjóri: Gyða Hrund Jóhannesdóttir, gyda@styrktarfelag.is

Í apríl 2012 var tekin fyrsta skóflustungan að íbúðakjarna við Lautarveg 18. Heimilið opnaði í september rúmu ári síðar og var byggt eftir endurbættri teikningu af heimilinu í Langagerði.  Sex íbúðir eru í húsinu.

Unnargrund 2

210 Garðabæ

414-0555

Forstöðumaður: Jóna Jóhanna Sveinsdóttir, jona@styrktarfelag.is

Deildarstjóri: Bríet Inga Bjarnadóttir, briet@styrktarfelag.is

Árið 2017 var gerður var samningur við Garðabæ um nýjan búsetukjarna með sex íbúðum fyrir fatlað fólk í Unnargrund 2. Í september 2019 opnaði heimilið. Garðabær á húsið en Ás styrktarfélag annast rekstur þess og þjónustu við heimilismenn.

Víðihlíð 5 – 11

105  Reykjavík

568-0242 / 822-3794

Forstöðumaður: Hrafnhildur Lára Þórðardóttir, hrafnhildur@styrktarfelag.is

Deildarstjóri: Guðrún Nanný Vilbergsdóttir, nanny@styrktarfelag.is

Raðhúsin í Víðihlíð 5 – 11 eru fyrstu heimilin sem félagið byggði frá grunni. Framkvæmdir hófust 1983 og tveimur árum seinna opnuðu sambýlin í Víðhlíð 7 og 11 ásamt skammtímavistun í Víðhlíð 9. Árið 1986 opnaði sambýlið í Víðhlíð 5. Um aldamótin var ráðist í endurbætur á öllum húsunum og einkarými íbúa stækkuð. Einnig var gerð stúdíóíbúð á lóðinni. Í dag búa þrír íbúar í hverju húsi og einn í íbúðinni.