Skip to main content
search
0

Breytingar á verkefnum stjórnenda í Vinnu og virkni

Fréttamynd - IMG 1524 Copy

Á síðustu vikum hafa orðið nokkrar breytingar á verkefnum stjórnenda í Vinnu og virkni. 

 

Heba Bogadóttir þroskaþjálfi tók við starfi forstöðumanns í Stjörnugróf í ágúst. Heba hóf störf hjá félaginu 1990. Hún starfaði lengst af á Lyngási, var forstöðumaður í búsetu á Háteigsvegi og yfirþroskaþjálfi í Stjörnugróf frá 2013. 

 

Herdís Halla Ingimundardóttir tók við stöðu yfirþroskaþjálfa í Stjörnugróf á sama tíma. Halla er þroskaþjálfi með yfir 20 ára starfsreynslu. Hún er að hefja starfsferil sinn hjá félaginu en vann áður hjá Sveitafélaginu Árborg og í Hveragerði. Við bjóðum hana velkomna. 

 

Essý (Sigurbjörg Sverrisdóttir) sem var forstöðumaður í Stjörnugróf hefur nú tekið við nýju starfi á skrifstofu félagsins í Ögurhvarfi. Starfsheiti hennar er forstöðumaður Þróunar og atvinnumála. Essý mun t.d. vinna að því að undirbúa verkefni sem stuðlar að atvinnuþátttöku fatlaðra starfsmanna, annast samstarf við skóla og fyrirtæki í tengslum við Vinnu og virkni og ýmis önnur verkefni tengd sölu og framleiðslu hjá Ási.

 

Í Ási vinnustofu hafa sömuleiðis orðið breytingar. Selma Hauksdóttir var ráðin sem yfirþroskaþjálfi. Hana þekkja margir frá fyrri tíð en hún hefur bæði starfað í Bjarkarási og Lækjarási og verið forstöðumaður í búsetu á Lautarvegi. Hún prófaði síðan að starfa í skólakerfinu en er komin aftur til félagsins. 

 

Nína Edda lét af störfum sem yfirþroskaþjálfi í Ási vinnustofu og færði sig yfir í búsetuna. Við þökkum henni fyrir góð störf.

 

Guðný Sigurjónsdóttir tók við nýrri stöðu yfirþroskaþjálfa á skrifstofu og mun þar m.a. sinna skjala- og gæðamálum. Guðný hefur unnið nærri óslitið hjá félaginu frá 1998, lengst af í Lækjarási en einnig sinnt afleysingum í sértækum verkefnum á skrifstofu og núna síðast sem yfirþroskaþjálfa í Ási vinnustofu. 

 

Á efstu myndinni má sjá stjórnendateymið í Stjörnugróf; Herdísi Höllu yfirþroskaþjálfa Bjarkarási, Hebu forstöðumann og Bryndísi yfirþroskaþjálfa Lækjarási.

 

Fyrir miðju eru nýjir starfsmenn á skrifstofu félagsins í Ögurhvarfi; Essý forstöðumaður þróunar- og atvinnumála og Guðný yfirþroskaþjálfi með verkefni. 

 

Á neðstu myndinni eru stjórnendateymið í Ási vinnustofu; Selma yfirþroskaþjálfi, Valdís yfirþroskaþjálfi og Halla forstöðumaður.

 

IMG 1524 CopyIMG 1536 CopyIMG 1641