Skip to main content
search
0

Blár dagur og gulur dagur í Ási vinnustofu

Fréttamynd - Blar Dagur

Ár hvert mæta starfsmenn í Ási vinnustofu í bláum fötum 02.apríl á alþjóðlegum degi vitundar um einhverfu til að sýna samstöðu en dagurinn er haldinn til að auka þekkingu og skilning almennings á einhverfu. 

 

Stuttu fyrir páska mæta starfsmenn í gulum fötum til að skapa stemningu fyrir páskafríi. 

 

Í ár mættum við í bláu og gulu, sumir í vinnunni og aðrir heima – við látum okkur hlakka til næsta árs þegar við getum öll verið saman á þessum góðu dögum. 

 

Auðlesinn texti: 

Ás vinnustofa hélt bláan dag og gulan dag.

Sumir voru í vinnunni og aðrir heima.

Á næsta ári verðum við öll saman – þá verður gaman.