
Fyrir tveimur dögum voru 49 ár frá því að fyrstu einstaklingarnir sóttu þjónustu í húsnæði Bjarkarás, þann 18.nóvember 1971. Á næsta ári má því gera ráð fyrir afmælisfögnuði þegar við höldum upp á 50 ára afmæli Bjarkarás og 40 ára afmæli Áss vinnustofu og Lækjaráss.
Í upphafi fór starfsemin í Bjarkarás af stað til að taka við sem vinnustaður fyrir þá sem höfðu verið í Lyngási.
Í tilefni dagsins fengu allir köku en starfsemin var með hefðbundnu sóttvarnarsniði. Því bíðum við spennt eftir næsta ári, en það gera vafalaust fleiri.