Skip to main content
search
0

Baðstofustemning í gróðurhúsinu

Gróðurhúsið við Bjarkarás iðar af lífi stóran hluta ársins en yfir háveturinn frá desember fram í janúar er lokað og starfsemin í lágmarki. Þar fer fram lífræn ræktun á grænmeti og matjurtum og mikil áhersla lögð á að vinnuaðstaða sé löguð að þörfum hvers og eins starfsmanns.

Leiðbeinendur sem starfa í gróðurhúsinu eru hugmyndaríkir og í byrjun janúar var útbúið rými sem vísar til baðstofunnar frá þeim tímum að íslendingar bjuggu í torfbæjum.

Eins og sjá má á myndunum komu starfsmenn inn í myrkvað rými með moldarlykt og örlitlum skjá. Mikil og góð stemning myndaðist.

Eldri fréttir frá félaginu