Skip to main content
search
0

Ás vinnustofa á afmæli í dag

Fréttamynd - Hopurinn

Ás vinnustofa hóf starfsemi sína þann 22. október 1981, í dag eru því 38 ár frá því starfsemin hófst. 

 

Í upphafi var Ás til húsa í Lækjarási við Stjörnugróf í 150 fermetrum. Vinnustofan hefur starfað á nokkrum stöðum í gegnum árin en í október 2016 flutti hún í ný og glæsileg húsakynni í Ögurhvarfi 6, Kópavogi. 

 

Í dag fengu 9 starfsmenn viðurkenningar fyrir 20, 25 og 30 ára starfsafmæli á árinu.

 

Þá má sjá á myndunum hér fyrir neðan. 

 

Frá vinstri efri röð; Halla (forstöðumaður Áss vinnustofu), Sigfús S. Svanbergsson (30 ár), Úlfar Bjarki Hjaltason (25 ár), Helga J. Thomsen (30 ár), Guðrún Bergsdóttir (25 ár).

 

Frá vinstri neðri röð; Sigurbjörg Harðardóttir (20 ár), Helga Matthildur Viðarsdóttir (30 ár), Hildur Hauksdóttir (25 ár) og Björgvin Björgvinsson (25 ár). 

 

Á mynd númer tvö standa saman Halla forstöðumaður Áss og Þór Ólafsson sem á 30 ára starfsafmæli á árinu. 

 

Með fréttinni fylgja nokkrar hópmyndir frá því í gamla daga, ykkur til skemmtunar. Kannski þekkir einhver sjálfan sig eða aðra.