Skip to main content
search
0

Ás tekur við rekstri á heimilinu í Brekkuás

Þann 06.nóvember tók Ás styrktarfélag formlega við rekstri á heimilinu Brekkuás 2 í Garðabæ.

Um er að ræða búsetukjarna með sjö einstaklingsíbúðum fyrir fatlað fólk. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu sem stuðlar að sjálfstæðu lífi á eigin forsendum.

Gunnar Valur Gíslason, formaður fjölskylduráðs Garðabæjar, Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags ávörpuðu gesti og buðu þau hjartanlega velkomin í Brekkuás, bæði íbúa og gesti.

Myndir frá Kópavogs- og Garðapóstinum

Eldri fréttir frá félaginu