Starfsmenn hjá Ási styrktarfélagi fengu nýlega hjól að láni frá félagasamtökunum Allir hjóla.
Allir Hjóla er byggt á hugmyndafræði Wheels for Wellbeing í Bretlandi en tilgangur félagsins er að skapa jafnréttisvettvang þar sem allir geta hjólað.
Boðið er upp á nokkrar gerðir af hjólum sem henta mismunandi þörfum einstaklinga – þríhjól – hjólastólahjól – farþegahjól – tveggja manna hjól og fleiri. Hreyfiskerðing og skert jafnvægi er ekki fyrirstaða fyrir því að fólk geti hjólað á hjóli frá Allir hjóla.
Ás vinnustofa fékk að prófa tvær gerðir af hjólum í sumar. Um er að ræða tvö rafmagnshjól, annað þriggja manna þar sem tveir farþegar geta setið í að framan og hitt einstaklingsþríhjól. Í Stjörnugróf fékk Lyngás að láni hjól sem verður notað til þess að taka börnin í hjólaferðir.
Með fréttinni má sjá myndir af starfsmönnum í Ási vinnustofu og Stjörnugróf á ferðinni