Skip to main content
search
0

Aðalfundur 2025

Miðvikudaginn 19.mars var aðalfundur Áss Styrktarfélags haldinn að Ögurhvarfi 6.

Þórður Höskuldsson var endurkjörinn formaður til  tveggja ára. Upplýsingar um stjórnarfólk og hlutverk má sjá hér.

Viðurkenningin Viljinn í verki er veitt árlega til aðila sem gefa fötluðu fólki tækifæri til almennrar þátttöku í samfélaginu.

Í þetta sinn voru veittar tvær viðurkenningar. Annarsvegar til Borgarleikhússins sem gerði leikhúsið aðgengilegt fyrir alla og með því að tryggja virka þátttöku Sigfúsar Sveinbjörns Svanbergssonar bæði sem höfundar og leikara með því að sýna verkið Fúsi: aldur og fyrri störf. Sýningin hefur fengið mikið lof og nokkur verðlaun og tilnefningar. Þetta er í fyrsta sinn sem atvinnuleikhús á Íslandi sýnir verk sem er samið og leikið af leikara með þroskahömlun.

Einnig fékk Agnar Jón Egilsson leikstjóri og aukaleikari sýningarinnar viðurkenningu fyrir sinn hlut. Við óskum þeim til hamingju.

Þá var Hebu Bogadóttur og Guðnýju Sigurjónsdóttur veitt viðurkenning fyrir 25 ára starfsaldur hjá félaginu.

Ákvörðun var tekin um að hækka félagsgjöld úr 4000 krónur  í 5000 krónur og bæta við þeim möguleika að tveir aðilar úr sömu fjölskyldu geti verið félagsmenn og borgað eitt árgjald.

Hér má skrá sig í félagið í gegnum heimasíðu.

 

Eldri fréttir frá félaginu