
Ákveðið hefur verið að halda aðalfund félagsins þriðjudaginn 26.maí kl 17.00 í Ögurhvarfi 6.
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundastörf og hvetjum við félagsmenn til að mæta.
Fundinn var upphaflega boðaður 25.mars en var frestað vegna útbreiðslu Covid-19.
Á fundinum verða gildandi tilmæli heilbrigðisráðherra virt. Fundurinn verður haldinn í rými þar sem hægt er að framfylgja bæði 2 metra fjarlægðarreglu og að hámarki munu 50 manns koma saman. Ef fjöldi fundagesta fer yfir 50 manns þá munum við opna önnur rými hússins.