Skip to main content
search
0

Fréttamynd - IMG 7447

Aðalfundur félagsins var haldinn þriðjudaginn 26. maí í Ögurhvarfi 6. Þessi 62. aðalfundur var að nokkru leyti með óhefðbundnu sniði vegna covid-19. Samkvæmt lögum félagsins skal halda aðalfund í mars og var boðað til hans þá. Í ljósi aðstæðna var ákveðið að fresta aðalfundinum og boða annan fund þegar afléttingar á samkomubanni tækju gildi. Við undirbúning var hugað að sóttvörnum og reglum fylgt hvað varðar fjarlægð milli fundargesta og umfang fundarins haft eins einfalt í sniðum og mögulegt var. 

  

Efni fundarins var samkvæmt lögum félagsins um dagskrá aðalfundar. Þórður Höskuldsson flutti skýrslu stjórnar, fór yfir liðið ár og það sem framundan er. Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri lagði fram endurskoðaða reikninga, fór yfir helstu atriði hans,  bauð uppá spurningar og ræddi jafnframt starfsemi félagsins eftir því sem spurningar voru bornar upp. Þóra minntist sérstaklega á alla þá sem hafa gefið félaginu gjafir á árinu og eiga bestu þakkir fyrir. Hún þakkaði sömuleiðis öllum starfsmönnum félagsins fyrir ósérhlífni og gott starf sérstaklega á síðustu vikum og stjórn fyrir góð störf á árinu. 

 

Fundurinn tók ákvörðun um að félagsgjöld haldist óbreytt milli ára og fram fór kosning í stjórn, varastjórn og skoðunarmenn reikninga félagsins. Innheimta félagsgjalda verður send í heimabanka fljótlega, enda erum við hætt að senda út bréfpóst. 

 

Í aðalstjórn sitja: Anna María Magnúsdóttir, Erlendur Magnússon, Guðbjörg Magnúsdóttir, Karl Þorsteinsson, Sigurður Sigurðsson, Þórður Höskuldsson (formaður) og Una Guðlaug Haraldsdóttir. 

 

Í varastjórn sitja: Bjarni Þór Bjarnason, Ellen Tryggvadóttir og Erla Björgvinsdóttir. 

 

Skoðunarmenn reikninga eru Guðlaug Sveinbjörnsdóttir og Sigurður Þór Sigurðsson.

 

Varamenn eru Hörður Sigþórsson og Friðrik Alexandersson.